136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[21:59]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Áður en forseti hleypir fleiri hv. þingmönnum að til að ræða um fundarstjórn forseta vil ég koma því á framfæri að það er búið að koma skilaboðum til þeirra hæstv. ráðherra sem voru nefndir. (Gripið fram í: … svör.) Jafnframt vil ég benda á að hér sitja tveir hv. flutningsmenn þessa frumvarps, hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson og hv. þm. Birkir J. Jónsson, og auk þess formaður þeirrar sérnefndar sem stýrði þeirri vinnu og hefur það þótt fullnægjandi í mörgum málum fram til þessa. (Gripið fram í.) Hér eru þrír fulltrúar sem ... (Gripið fram í: Við erum bara að ræða stjórnarskrána.) Við erum að ræða stjórnarskrána, hv. þingmenn eru að óska eftir að fá fulltrúa þess frumvarps sem hér er lagt fram, hér eru fulltrúar þess nefndir sem sitja í salnum og hæstv. ráðherrar hafa fengið skilaboð.

Varðandi tímasetningar og inn í nóttina, nú þegar eru 22 þingmenn á mælendaskrá og þetta er brýnt mál eins og hér hefur komið fram, það er mikilvægt að það sé rætt. (Gripið fram í.) Því tel ég mikilvægt að við höldum fundi markvisst áfram.