136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:07]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vinnubrögðin á Alþingi eru vægast sagt ákaflega sérstök. Ég tek undir með hv. þm. Dögg Pálsdóttur sem talaði áðan að það skiptir verulega miklu máli að hæstv. ráðherrar sem eru flutningsmenn frumvarpsins séu til staðar þegar við flytjum mál okkar.

Nú er ég að fara að flytja mál mitt og ég verð að segja að ég er afskaplega glöð með það að hæstv. forsætisráðherra skuli hafa gengið í salinn. Ég get því vel við unað þó að ég vildi sjá fleiri hæstv. ráðherra og þingmenn þannig að við finnum ekki svona sterklega fyrir þeim hroka sem okkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er sýndur sem höfum verið að bera þetta mál uppi síðustu kvöld.