136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:09]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti biðst velvirðingar á því að það hafi ekki skilað sér til þingmanna að hann bauð upp á að hér yrðu haldnar sex ræður miðað við það að hver talaði í 40 mínútur, af því að menn hafa almennt nýtt ræðutíma sinn mjög vel, og léti það ráða þeim tíma sem hér færi fram. Því miður hefur aðeins verið haldin ein ræða síðan þetta var boðið. (Gripið fram í: Boðið!) Því miður hef ég ekki sem forseti ... (ArnbS: Er ekki hæstv. forseti forseti alls þingsins?) Að sjálfsögðu. (ArnbS: Ekki bara orðinn að einhverri skilaboðaskjóðu.) Ég er með 33 klukkutíma prógramm fram undan miðað við það sem er á mælendaskrá og það hlýtur að segja mér að hv. þingmenn sem eru á mælendaskrá telja mikilvægt að ræða málið. Kallað hefur verið eftir ráðherrum til að geta rætt það og því mun ég óska eftir að menn snúi sér að því að halda ræður og koma þá til skila þeim málum sem þarf fyrir þessa umræðu og síðan mun það ráðast af því hversu vel þessu vindur fram. Ef þessar sex ræður hefðu verið fluttar hefði fundi verið lokið um hálfeitt eða eittleytið. Það er því í höndum þingmanna en ekki forseta að skammta ræðutíma á þinginu. (Gripið fram í.)