136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:13]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill ítreka að hann telur skyldu sína að tryggja að fólk fái tækifæri til að tjá sig í þeim málum sem eru á dagskrá og getur boðið það núna miðað við fjórar ræður. Það þýðir að við ljúkum fundi kl. 12.50 svo það liggi hreinlega klárt fyrir en þá verður það að ganga eftir að við séum að nota þennan tíma í ræður um það mál sem er á dagskrá en ekki um fundarstjórn forseta. Við höfum fengið þá aðila í húsið sem óskað var eftir að kæmu. Ég óska því eindregið eftir að þingmenn snúi sér að því að ræða efni máls (Gripið fram í.) og komi og ræði það.