136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:14]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hef aldrei orðið vitni að því fyrr að samningaviðræður stæðu yfir úr forsetastóli á Alþingi við þingmenn úti í sal. Það er allt að gerast í þinginu sem ég hafði ímyndað mér að gæti alls ekki gerst. Ég hlýt að gera athugasemdir við slík vinnubrögð. Þau eru ótrúleg. Að ætla að fara að setja okkur þingmönnum stólinn fyrir dyrnar og setja okkur skilyrði á hinu háa Alþingi af forsetastóli eru ótrúleg vinnubrögð.

Forsætisráðherra hefur lögvarinn rétt til að koma inn í umræðu hvenær sem er. Ég skora á hæstv. forsætisráðherra að koma inn í þessa umræðu og leyfa okkur að heyra viðhorf hennar til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í umræðunum, þessum mikilvægu umræðum um stjórnarskrána í dag.