136. löggjafarþing — 125. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:03]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek í fyrsta lagi undir orð síðasta ræðumanns, hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Ég held að það væri öllum til góðs ef hæstv. forseti færi að tillögum hennar.

En ég tel líka nauðsynlegt nú þegar klukkan er orðin fimm mínútur gengin í eitt að hæstv. forseti geri grein fyrir því hversu lengi hann hyggst halda fundi áfram. Við erum í þeirri stöðu að hér hafa verið kvöld- og næturfundir alla vikuna. Svo er enn í kvöld. Ég verð að viðurkenna að þótt ég telji það ekki eftir mér að taka þátt í þingstörfum og þar á meðal umræðum um stjórnarskrármál þegar svo ber undir þá tel ég að hæstv. forseti geti gert okkur grein fyrir því hversu lengi fundurinn mun standa hér í kvöld.