136. löggjafarþing — 125. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:04]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill vekja athygli á því að langt er síðan hann vakti athygli á að hann ætlaði að reyna að ná fjórum ræðum fyrir lok dagsins. Það hefur tekist að teygja það með því að ræða fundarstjórn forseta sem nemur heilum ræðutíma. Nú liggur það þannig fyrir að hér er hv. þm. Herdís Þórðardóttir næst á mælendaskrá og ég hugsa mér að hún fái að flytja sína ræðu, hún situr hér og hefur beðið allan daginn. Að því loknu munum við hætta, þannig að það sé ljóst þingmönnum.

Forseti veit ekki hvort hægt er að svara þessu mikið skýrar. Það hefur legið fyrir í tvo tíma hvernig við ætlum að haga fundarhaldi í kvöld. En greinilegt er að þingmenn fylgjast ekki alveg nógu vel með því sem hefur verið gefið hér út af forsetastóli, svo það komi fram. Það var rætt við hv. formann þingflokks fyrr í kvöld um með hvaða hætti þetta ætti að vera og því svarað úr forsetastól þegar forseti var þar síðast.