136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:32]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Frú forseti. Í gær fór ég fram á það við hæstv. forseta að hann hlutaðist til um það að haldinn yrði fundur í umhverfisnefnd þingsins. Á miðvikudaginn óskaði meiri hluti nefndarinnar eftir því að fundur yrði haldinn eftir að reglulegum fundi hafði verið aflýst með mjög skömmum fyrirvara seint kvöldið áður.

Ég hef ekki fengið nein fundarboð enn þá og vil inna hæstv. forseta eftir því hvort ég geti ekki átt von á því að fá fundarboð um fund í dag hið fyrsta.