136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:33]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég átti svo sem ekki von á því að forseti svaraði þeirri fyrirspurn sem hér var borin upp af hv. þm. Árna M. Mathiesen en erindi mitt hingað sérstaklega er það að í gærkvöldi kom fram í umræðum að það er alveg augljóst að hæstv. forsætisráðherra, sem er auðvitað önnum kafin, hefur ekki tekist að fylgjast með umræðunni hér og þeim tillögum og athugasemdum sem við höfum við frumvarpið um stjórnskipun íslenska lýðveldisins og höfum gert við það frumvarp.

Ég vildi hvetja hæstv. forseta til að fresta þessari umræðu þannig að hæstv. forsætisráðherra gefist tóm til að fara yfir málið, fara yfir tillögur okkar og leggja sig fram sem forsætisráðherra sem á að leiða fólk til sátta, leggja sig fram um að ná niðurstöðu og sátt í þessu mikilvæga máli. Ég tel að það sé (Forseti hringir.) algerlega nauðsynlegt að hæstv. forseti gefi hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) tóm til þess að fara yfir málið.