136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd -- frumvarp um stjórnarskipunarlög -- röð mála á dagskrá.

[10:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Nú var verið að setja nýjan fund, 126. fund Alþingis, og forseti tekur ekkert tillit til þeirra óska hv. þingmanna að ræða þau mál sem gætu gefið þjóðinni von um aukna atvinnu og von um að hér fari eitthvað í gang, eins og mál nr. 6 á dagskránni, Heimild til samninga um álver í Helguvík.

Ég veit að þetta er mikið áhugamál margra, t.d. hæstv. forsætisráðherra sem var hæstv. félagsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar stundum að hafa verið bara einn í. En sá ráðherra var félagsmálaráðherra og hafði mikinn áhuga á því að auka atvinnu í landinu og minnka atvinnuleysi. Þess vegna finnst mér undarlegt að hæstv. forseti skuli ekki taka 6. málið fyrst á dagskrá.