136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

fundur í umhverfisnefnd – frumvarp um stjórnarskipunarlög – röð mála á dagskrá.

[10:48]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Eins og fram hefur komið stóð til að hefja utandagskrárumræðu að beiðni sjálfstæðismanna um ríkisfjármál um kl. hálfellefu. Ég hafði sjálfur ætlað mér að taka þátt í þeirri umræðu og mun gera það en vil vinsamlegast fara þess á leit við hæstv. forseta að hún reyni að beita sér fyrir því að sú umræða komist á hið allra fyrsta enda umræðan mikilvæg. Það kemur vissulega mjög spánskt fyrir sjónir að þeir sem báðu um umræðuna skuli tefja framgang þess máls hér á vettvangi þingsins. Ég hvet því hæstv. forseta til þess að leita allra leiða til að sú mikilvæga umræða geti hafist sem fyrst. Sjálfstæðismenn virðast hafa mikinn áhuga á því að ræða um fundarstjórn forseta, ég held að það séu að nálgast um 200 ræður á síðustu tveimur eða þremur dögum sem sjálfstæðismenn hafa flutt um fundarstjórn forseta. (Gripið fram í.)