136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:48]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil nefna hér að það er óhjákvæmilegt að forseti beiti sér fyrir því að umræða sú sem hafin var hér í dag verði endurtekin. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ekki fengust svör við þeim spurningum sem voru bornar upp. Það fékkst hins vegar mikið af hroka frá hæstv. fjármálaráðherra með aðstoð hv. þm. Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem héldu því fram að fyrirspyrjendur skildu ekki svörin og þeim fannst óeðlilegt að spurt væri. Hv. þm. Birkir Jón Jónsson lagði áherslu á að eðlilegt væri að spurt væri þessara spurninga en engin svör fengust. Það fékkst hins vegar mikið af hroka.

Hv. þm. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði að það væri ábyrgðarlaust að kynna upplýsingar fyrir þingmönnum hér, ábyrgðarlaust, fyrir kosningar.

Hæstv. forseti. Þetta er óforsvaranleg framganga af hálfu stjórnarliðsins, ekki síst fjármálaráðherra, (Forseti hringir.) og það verður að gera þá kröfu að hæstv. fjármálaráðherra komi hingað aftur (Forseti hringir.) og geri betri grein fyrir þeim spurningum sem hann var spurður um.