136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:49]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega ekki hægt að sitja undir því hér að vera ásakaður um hroka í eðlilegum umræðum á Alþingi Íslendinga. Það sem ég dró fram í ræðu minni er að við höfum margoft tekið þessa umræðu, (Forseti hringir.) bæði í sölum Alþingis og annars staðar.

(Forseti (ÞBack): Forseti vill spyrja hv. þingmann hvort hún ætli að ræða um fundarstjórn forseta eða fara í efnislega ræðu.)

Þingmaðurinn ætlar að ræða um fundarstjórn forseta ef ég fæ að halda áfram smástund.

Forseti hefur kallað eftir því hér að þingmenn ræði málið málefnalega. Ég taldi mig gera það áðan eins og í fjárlaganefnd og eins og í umræðum um störf þingsins á miðvikudaginn. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að sitja hér undir því að mönnum séu gefnar einkunnir fyrir ræður sínar og kallaðir hrokafullir úr ræðustóli Alþingis.