136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

svör ráðherra í utandagskrárumræðu.

[11:53]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka undirtektir hæstv. forseta, enda er forseti Alþingis forseti allra þingmanna og á auðvitað að standa í vörn fyrir okkur þingmenn þegar það blasir við að spurningum okkar um mikilvæg málefni þjóðarinnar er ekki svarað, sem er svarað með hroka og ótrúlegri framgöngu af hálfu stjórnarliðsins, og þá ekki síst hæstv. fjármálaráðherra sem auðvitað er meistari í því að víkja sér undan því að ræða málefnalega um hluti hér, ekki síst núna í þeirri stöðu sem hann er sem hæstv. fjármálaráðherra.

Ég hvet hæstv. forseta til að fara yfir það í forsætisnefnd að það sé ekki hægt að koma ráðherrum upp með það að standa frammi fyrir þingmönnum og neita að svara og að einstakir þingmenn telji það eðlilegt (Forseti hringir.) að ráðherra gefi ekki svör við spurningum, hæstv. forseti.