136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:07]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Kristrúnu Heimisdóttur fyrir að taka þetta mál upp hér til umræðu. Það er afar mikilvægt að málið komist á dagskrá. Ég hef fyrir hönd þingflokks Samfylkingarinnar óskað eftir því að það komist á dagskrá sem fyrst og helst á mánudag og er því algjörlega sammála þeim þingmönnum sem hafa nefnt þetta hér í umræðunni. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þingið taki skýrsluna á dagskrá og ræði og geri það áður en þingi lýkur. Ég vildi að það kæmi hér fram í umræðunni að við höfum lagt það til að þetta komist sem fyrst á dagskrá.