136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:09]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég greindi frá því í ræðu minni og fór yfir þá umsagnaraðila sem nefnt hafa þann þátt við gerð þessa frumvarps og umfjöllun, að málsmeðferðinni sé ábótavant, hraðinn sé of mikill, að skortur sé á samráði.

Hæstv. forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson verður einfaldlega að sætta sig við það að þetta er mín skoðun. Það er skoðun fræðasamfélagsins, í það minnsta margra þaðan. Það er skoðun atvinnulífsins, það er skoðun ýmissa annarra hagsmunaaðila úti í samfélaginu að málsmeðferðin, hraðinn og skortur á samráði sé óásættanlegur og þess vegna eigi ekki að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar með þessum hætti.