136. löggjafarþing — 126. fundur,  4. apr. 2009.

starfslok á Alþingi.

[17:13]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti færir við þessi tímamót hv. þm. Valgerði Sverrisdóttur þakkir fyrir störf hennar á Alþingi, bæði sem alþingismaður í 22 ár og sem ráðherra í tæp átta ár. Auk þess var hún um árabil einn af varaforsetum þingsins og lét sér annt um störf þess og þessarar stofnunar.

Valgerður er í hópi þeirra kvenna sem fyrstar hafa skipað sér í forustusveit íslenskra stjórnmála sem alþingismaður, ráðherra og flokksformaður. Hún getur því kvatt þennan vettvang með reisn. Fyrir hönd okkar alþingismanna og fyrir hönd Alþingis færi ég Valgerði þakkir fyrir samstarfið og samvinnuna og óska henni og fjölskyldu hennar alls góðs á komandi árum.