136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

varamaður tekur þingsæti.

[10:33]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Borist hefur bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, Lúðvíki Bergvinssyni, um að Ágúst Ólafur Ágústsson, 4. þm. Reykv. s., sé á förum til útlanda í opinberum erindagerðum og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. 1. varamaður Samfylkingarinnar í kjördæminu, Mörður Árnason, tekur sæti á Alþingi í dag. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.