136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

samskipti ráðamanna á leiðtogafundi í ljósi hryðjuverkalaga.

[10:45]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Já, menn ætla greinilega að halda bara áfram að mala og vona að Bretar ætli í eitt skipti kannski að vera almennilegir við okkur.

Ég ætla aðeins að fá að vitna í bloggsíðu Sigmundar Davíðs, ég ætla aðeins að fá að ræða það. Hér segir, með leyfi forseta:

„Þegar efnahagsleg framtíð þjóðarinnar var í húfi (skuldir heimilanna, lánshæfi fyrirtækja, velferðarkerfið o.s.frv.) ákvað ríkisstjórnin hins vegar að kasta frá sér öllum vopnum og vörnum og taka á sig skuldaklafa í þeirri von að Evrópusambandið launaði þeim greiðann seinna. Hafi markmiðið verið að bæta samningsstöðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið eru áhrifin þveröfug.“

Síðan kemur fram að samráðherra hæstv. utanríkisráðherra, hæstv. fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, hafi talað um að glæsileg niðurstaða væri fram undan í Icesave-málinu. Hann þurfti að vísu að bakka með þau orð á fundi viðskiptanefndar. Ég held að við getum alveg gert okkur grein fyrir því að þegar við förum á hnén fyrir framan Breta verður engin glæsileg niðurstaða. (Forseti hringir.) Við erum að leggja skuldaklafa á börnin okkar (Forseti hringir.) um ókomna tíð og menn ætla að sitja (Forseti hringir.) og spjalla um hlutina.