136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

gjaldmiðilsmál.

[10:52]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Ég held að við hæstv. fjármálaráðherra séum alveg sammála um að mikilvægasta verkefnið er að koma á stöðugleika hér á landi og létta þrýstingnum á krónunni. Það vekur athygli þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er farinn að ráðleggja ríkjum Mið- og Austur-Evrópu að fara í einhliða upptöku á alþjóðlegum gjaldmiðli og að slíkir möguleikar hafi ekki verið ræddir í viðræðum ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hér á landi vegna þess að í 18. gr. samkomulags Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við ríkisstjórn Íslands er opnað á þá möguleika sem hér hafa verið ræddir.

Ég skora síðan á hæstv. ríkisstjórn að taka upp talsamband við Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. Það er ekkert launungarmál að fyrri ríkisstjórn Georges Bush Bandaríkjaforseta var ekki hliðholl okkur Íslendingum en ég tel einboðið að íslenska ríkisstjórnin fari til (Forseti hringir.) Washingtons í ljósi orða Baracks (Forseti hringir.) Obamas og taki upp viðræður um (Forseti hringir.) efnahagsaðgerðir, hvort sem er á sviði gjaldmiðilsmála (Forseti hringir.) eða annarra efnahagsmála sem geti komið okkur Íslendingum til bjargar. (Gripið fram í.)