136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

hvalveiðar og hvalaskoðun.

[10:59]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegsráðherra fyrir svörin en ég var ekki spyrja hann hvaða ákvarðanir hann hygðist taka eftir páska eins og hann hefur boðað, það kemur mér ekki til hugar að gera, heldur hvernig hann ætlar að standa að þeirri ákvarðanatöku, með hvaða hætti hann ætlar að hafa samráð við hagsmunaaðila fyrir utan það sem lofsvert er, að leggja þetta fram á netið og bíða eftir skoðunum, og þó kannski einkum hvernig háttað verður samráði hans við það ráðuneyti sem fer með ferðamál. Nú stendur svo á að sjávarútvegsráðherra, sem á að vaka yfir sjávarútveginum og þar á meðal þessum hvalveiðum, er ekki samskiptamaður við ferðaþjónustuna. Þess vegna verður málið erfiðara.

Önnur spurning sem ég gat ekki komið að í fyrri ræðu: Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er talað um eftirlit sem þurfi að vera með bæði veiðum og skoðun, hvers lags eftirlit er það, hver verður kostnaður (Forseti hringir.) við það og hvernig verður því háttað?