136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni um Icesave-reikningana og skora á hæstv. fjármálaráðherra, sem er ekki í salnum, af því að hann barðist svo einarðlega gegn þessum reikningum, að upplýsa þingið um það hvernig staðan er í þeim málum. Þetta skiptir þjóðina verulegu máli eins og hæstv. ráðherra benti á í haust. Þetta skiptir börnin okkar máli, þetta er skuldbinding fyrir börnin okkar. Ég vil gjarnan að hann komi og segi frá því máli því að hann hefur það núna í sínum höndum.