136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:51]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég vil fyrir það fyrsta þakka fyrir að við fáum þessa atkvæðagreiðslu. Það er gott að sjá hvaða forgangsröðun er uppi af hálfu þeirra flokka sem hafa með óbilgirni reynt að keyra þetta stjórnarskrármál í gegnum þingið. Það er í þeirra huga svo mikilvægt að öll önnur mál mega víkja fyrir þessu stjórnarskrármáli. Geta nú kjósendur í landinu velt fyrir sér hvort þetta mál hafi meiri þýðingu fyrir þá en þau mál önnur sem við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að verði frekar tekin á dagskrá. Það er sem sagt ljóst, stjórnarskrármálið á að ganga fyrir, önnur mál eiga að bíða og það er á ábyrgð þessara flokka að það tefst að ganga frá þeim mikilvægu málum sem varða hagsmuni heimila og fyrirtækja í landinu.