136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:02]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Áður en umræðan um stjórnarskipunarlögin hefst vildi ég inna hæstv. forseta eftir því hvernig hann hyggst halda úti þessari umræðu fram á kvöldið. Eins og hv. þingmenn þekkja er kosningabaráttan hafin og í kvöld verður fyrsti framboðsfundurinn í kjördæmunum, sjónvarps- og útvarpsumræða af hálfu frambjóðenda í Norðvesturkjördæmi.

Sá fundur hefst um klukkan 19.30 eftir því sem ég best veit. Margir þingmenn eru þátttakendur í þeirri umræðu (Forseti hringir.) og þess vegna vil ég óska eftir því að gert verði hlé á þingfundi meðan á þeim framboðsfundi stendur þar sem ég geri ráð fyrir að m.a. hæstv. forseti Alþingis verði viðstaddur á Ísafirði.