136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:13]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér þótti þessi umræða mjög athyglisverð. Ég vil því kannski leggja hér gott eitt til ef það er svo að þingmenn Norðvesturkjördæmis eiga mjög erfitt með ýmist að komast vestur á Ísafjörð eða ná ekki að taka þátt í þeirri umræðu sem þar fer fram eða fylgjast með henni. Nú veit ég að mælendaskrá er nokkuð löng, síðast þegar ég vissi voru um 26 á mælendaskrá. Verði umræðu ekki lokið á þeim tíma þegar fundurinn fer fram geri ég það að tillögu minni, virðulegi forseti, að við reynum þá að hliðra þannig til, ef það gerist að þingmaður úr viðkomandi kjördæmi er næstur á dagskrá að leyfa þingmönnum úr öðrum kjördæmum að tjá sig á þeim tíma svo ekki komi til þess að þingmenn úr þessu kjördæmi missi af þessum þætti. (Forseti hringir.) Þetta vildi ég leggja til þannig að við gætum náð góðri sátt um þetta og mundum ekki trufla starfsemi (Forseti hringir.) í viðkomandi kjördæmi.