136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:35]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði í fyrra svari mínu þá er ég alveg tilbúinn að stuðla að því að dagskrá þingsins verði breytt og vil minna á að við greiddum atkvæði um það um hádegisbilið eða svo að við sjálfstæðismenn vildum að dagskrá þingsins í dag yrði breytt og að við tækjum fyrir önnur mikilvægari mál sem skipta fjölskyldurnar, heimilin og fyrirtækin, bankastarfsemina í landinu, meira máli. Ég er því sammála hv. þm. Ellerti B. Schram um að við ættum að leggja meiri áherslu á þá þætti. Ég nefndi í ræðu minni áðan álverið í Helguvík sem mun skapa gríðarlega mikla atvinnu og innspýtingu í samfélagið okkar við þær aðstæður sem við búum við núna og tel að við ættum að taka það fyrir hér, afgreiða það og klára það mál. Ég er sammála því og við skulum sjá hvort við fáum okkur ekki matarbita saman á eftir, við hv. þingmaður. Kannski náum við bara saman í þessu máli.