136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[22:51]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Svo óvenjulega ber við að ég tel mig hafa vitneskju um að hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra muni vera hér í húsinu. Þau hafa lítið sýnt þessu máli áhuga og þeim umræðum sem hafa átt sér stað um það. Ég tel því að rétt væri að athuga, hæstv. forseti, hvort þau væru ekki til í að vera hér í salnum og hlýða á umræður. Því er ekki að neita að þau sem flutningsmenn málsins og ábyrgðaraðilar málsins ættu svo sannarlega að vera hér og hlýða á umræður. Ég held að það væri eðlilegt.

Hæstv. forseti. Ég reikna með að við getum frestað fundi þar til hæstv. ráðherrar koma í salinn. Fyrst þau láta svo lítið að vera hér (Forseti hringir.) í Alþingishúsinu (Forseti hringir.) um þessar mundir.