136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:16]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hirði nú ekki um að elta ólar við einhver orð hv. þm. Marðar Árnasonar enda væri það að æra óstöðugan að láta öll hans ummæli fara í taugarnar á sér. Ég vildi hins vegar benda á í sambandi við mælendaskrá og röð ræðumanna að í 1 mgr. 56. gr. þingskapa segir, með leyfi forseta:

„Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á, eða til þess að þingmaður geti gert stutta leiðréttingu eða athugasemd er snertir sjálfan hann.“

Þetta hefur verið túlkað þannig að forsetar hafi mjög rúma heimild til þess að gera breytingar á mælendaskrá, til dæmis að koma ráðherrum inn í umræðuna, koma framsögumönnum inn í umræðuna eða raða mönnum á mælendaskrá með þeim hætti að andstæð (Gripið fram í.) sjónarmið (Forseti hringir.) komist á og væri gott ef þingmenn stjórnarmeirihlutans nýttu sér þann möguleika. Ég er viss um að forsetar (Forseti hringir.) þingsins mundu sýna mikinn skilning ef þeir vildu komast inn í mælendaskrána og við þingmenn Sjálfstæðisflokksins mundum ekki setja okkur (Forseti hringir.) upp á móti því.