136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:23]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég verð að taka undir með þeim sem kvarta undan einhæfri mælendaskrá, ekki vegna þess að það séu of fáir eða of margir sjálfstæðismenn heldur vantar svo til alla fulltrúa annarra flokka á mælendaskrána til þess að halda ræður. Það koma hér einstaka aðilar í andsvör og í fundarstjórn forseta. En varla hefur stjórnarþingmaður haldið ræðu um efnisatriði málsins, hvað þá að hann hafi nýtt sér sinn ræðutíma og þetta eru þeir hv. þingmenn sem eru að kvarta yfir því að ekki hafi nægjanlega gengið í gegnum árin og áratugina að breyta stjórnarskránni og sýna því mikinn áhuga að breyta stjórnarskránni, en þeir hafa ekki uppburði í sér til þess að koma í hér ræðustólinn og lýsa skoðunum sínum.