136. löggjafarþing — 127. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:01]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé einsýnt að um þetta mál er ekki sátt eins og það liggur fyrir þinginu. Það liggur jafnframt fyrir að hér eru fjölmörg mál sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins — og ekki bara við þingmenn Sjálfstæðisflokksins heldur líka þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, auk þingmanna Framsóknar og þingmanna Samfylkingarinnar og loks þingmanna Frjálslyndra teljum að ættu frekar að vera til umræðu þessa dagana. Allir þingmenn á Alþingi eru þess vegna sammála um að það eru önnur mál sem ættu að vera í forgangi.

Á meðan þetta mál er hér í ágreiningi og önnur mál bíða þess að komast á dagskrána tel ég að það væri skynsamlegt af forseta að mælast til þess við þann sem kom síðastur upp í ræðustól og er formaður stjórnarskrárnefndarinnar, eftir nýjustu breytingar á henni, að hann samþykki að taka málið aftur inn í nefndina til frekari skoðunar og 2. umr. um málið verði í millitíðinni frestað og önnur mál tekin á dagskrá.