136. löggjafarþing — 127. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[01:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég er næstur á mælendaskrá og eins og endranær þá virðist ég alltaf tala eftir klukkan eitt. Mér finnst það vera alger vanvirða við stjórnarskrána. Bara alger vanvirða.

Það hefur reyndar komið í ljós að ég er ekki voða vitlaus eftir klukkan eitt á nóttunni. Þetta gengur ágætlega. Ég held svona sæmilega skarpri hugsun. En þetta er ekki boðlegt, herra forseti.

En það sem ég ætlaði að spyrja herra forseta að er eftirfarandi: Á dagskránni eru 6 mál. Af þeim hef ég að minnsta kosti í þremur málum fyrirvara. Ef málinu væri nú vísað til nefndar, eins og hér hafa komið tillögur um, verða þá hin málin tekin í kjölfarið? Og þarf ég þá að bíða eftir því að koma með fyrirvara? Þetta er spurning til herra forseta.