136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:16]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil benda á að borin hefur verið fram skrifleg tillaga um að fundi skuli slitið núna og boðað til nýs fundar þar sem tilgreind mál, í fyrsta lagi mál sem snúa að greiðsluaðlögun fasteignaveðlána og í öðru lagi loftslagsmálin og í þriðja lagi hvalamálið, verði rædd. Allt eru þetta mál sem snúa að fjölskyldum og atvinnulífi og nú þegar hefur verið óskað eftir þessu. Ég óska eindregið eftir því að forseti úrskurði um það hvort hann muni slíta fundi og boða nýjan fund með þessum málum þar sem þau eru á dagskrá.

Ég geri mér grein fyrir því að væntanlega vill forseti láta greiða atkvæði um þetta og mér finnst eðlilegt (Forseti hringir.) að forseti geri stutt hlé á fundinum þar sem verði komist að niðurstöðu um hvernig þessu verði hagað.