136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:17]
Horfa

Forseti (Kjartan Ólafsson):

Forseti hefur ekki fengið neina skriflega tillögu um dagskrárbreytingu (Gripið fram í.) þannig að eina tillagan sem liggur fyrir forseta er sú sem dreift var í morgun. Það er því sú tillaga sem forseti hefur og aðrar ekki. Á meðan ekki berst skrifleg tillaga til forseta getur forseti ekki tekið slíka tillögu fyrir.