136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:18]
Horfa

Forseti (Kjartan Ólafsson):

Forseta hefur borist svohljóðandi dagskrártillaga:

„Ég geri það að tillögu minni skv. 1. mgr. 63. gr. þingskapalaga að þingmál nr. 461, um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, verði sett fyrst á dagskrá 128. þingfundar 7. apríl. Þingsályktunartillaga um loftslagsmál og þingsályktunartillaga um hvalveiðar bætist einnig við á dagskrá en umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið fari aftast. Ég fer fram á að tillagan verði tekin til atkvæðagreiðslu og dagskrá fundarins verði því þannig:

1. Greiðsluaðlögun.

2. Heimild til samninga um álver í Helguvík.

3. Tekjuskattur.

4. Hagsmunir Íslands í loftslagsmálum.

5. Endurskipulagning þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja.

6. Fjármálafyrirtæki.

7. Breyting á ýmsum lögum er varða fjármálamarkaðinn.

8. Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

9. Veiðar á hrefnu og langreyði.

10. Listamannalaun.

11. Stjórnarskipunarlög.“

Undir þessa dagskrártillögu skrifar hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson.