136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég sakna þess í ræðu hv. þingmanns, sem að öðru leyti var góð, að hann hafi ekkert fjallað um náttúruauðlindir eða þjóðareign, þau atriði sem honum eru mjög hjartfólgin. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann sé þá að öllu leyti sáttur við breytta 1. gr. frumvarpsins.