136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst orðræðan dálítið farin úr böndunum, að tala um fíflagang þegar 43 þingmenn hafa fjallað um þetta mál, en 20 hafa enn ekki fjallað um það. Við fjöllum um stjórnarskrárbreytingu. Við erum í stjórnlagaþingi þegar við fjöllum um þetta mál og ég reikna með því að allir þingmenn á stjórnlagaþinginu vilji taka til máls um svona veigamikla breytingu. Að tala um það sem fíflagang, ég veit ekki hvað ég á að halda um það. Í morgun var rætt um að frumvarp sem meiri hluti þingmanna hefði flutt væri vitleysismál. Ég bið forseta að gæta að því hvernig orðbragð þingmenn nota.