136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

úrskurður forseta um dagskrártillögu.

[13:39]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er eins og fyrri daginn auðvelt að svara hv. þm. Merði Árnasyni. Það er hægt að segja um alla hans ræðu að þar stendur ekki steinn yfir steini og er því miður ekki eitt orð þar sem mark er á takandi.

Ég vil ítreka að það er tilgangslaust að beita þeirri túlkun sem hæstv. forseti gerir, þá er þetta ómark, þá er verið að segja að forseti þingsins hafi þetta vald í hendi sér. En samkvæmt þingsköpum og almennum fundarsköpum er það auðvitað meiri hluti þingsins eða þeirrar samkomu sem í hlut á sem getur tekið fram fyrir hendurnar á forseta þegar hann vinnur ekki lengur málin í sátt við þingið.

Ég velti því fyrir mér, hæstv. forseti, hvort í þessu birtist það sem kom fram þegar verið var að kjósa hæstv. forseta, Guðbjart Hannesson. Þá var sagt að ríkisstjórnin þyrfti að hafa dagskrárvaldið hér í þinginu. (Forseti hringir.) Ég velti fyrir mér hvort það (Forseti hringir.) sé nákvæmlega það sem er að gerast núna, hæstv. forseti.