136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

dagskrártillaga.

[15:10]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Hér greiðum við atkvæði um það hvernig dagskrá 130. fundar verði háttað sem væntanlega verður boðað til á morgun eða síðar. Það hefur ekki enn komið fram hjá forseta. Við erum að greiða atkvæði um dagskrá 130. fundar, það er mikilvægt að það komi fram. Hér kom fram fyrirheit hjá hv. þm. Árna Páli Árnasyni um að við mundum ræða greiðsluaðlögunina á morgun og klára það mál.

Ég treysti því þá að hann standi við þau heit sín og greiði atkvæði með þeirri tillögu sem hér liggur fyrir um að fyrst á dagskrá á morgun, eða á 130. fundi þegar hann verður boðaður, verði greiðsluaðlögun fasteignaveðlána fyrst á dagskránni þannig að við getum lokið því mikilsverða máli fyrir fjölskyldur og heimili í landinu. Það liggur mikið við að hv. þingmaður (Forseti hringir.) standi við þau orð sín.