136. löggjafarþing — 129. fundur,  7. apr. 2009.

almennar stjórnmálaumræður.

[19:52]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Tekið er fyrir eina dagskrármálið, almennar stjórnmálaumræður sem verður útvarpað og sjónvarpað héðan úr Alþingishúsinu.

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur 10 mínútur í fyrstu umferð, sex mínútur í annarri og sex mínútur í síðustu umferð. Þingmaður utan flokka talar síðastur í fyrstu umferð og hefur sex mínútur.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Sjálfstæðisflokk tala í fyrstu umferð Bjarni Benediktsson, 3. þm. Suðvest., í annarri Ragnheiður Elín Árnadóttir, 9. þm. Suðvest., en í þeirri þriðju Kristján Þór Júlíusson, 1. þm. Norðaust.

Ræðumenn Samfylkingar eru: Í fyrstu umferð Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Árni Páll Árnason, 11. þm. Suðvest., í annarri, en í þriðju umferð Guðbjartur Hannesson, 2. þm. Norðvest.

Fyrir Framsóknarflokk tala Birkir J. Jónsson, 6. þm. Norðaust., í fyrstu umferð, Helga Sigrún Harðardóttir, 3. þm. Suðurk., í annarri, en í þriðju umferð Höskuldur Þórhallsson, 10. þm. Norðaust.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð talar í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í annarri umferð Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra, en Jón Bjarnason, 4. þm. Norðvest., í þriðju umferð.

Fyrir Frjálslynda flokkinn talar í fyrstu umferð Guðjón A. Kristjánsson, 6. þm. Norðvest., Karl V. Matthíasson, 7. þm. Norðvest., í annarri og Grétar Mar Jónsson, 10. þm. Suðurk., í þriðju umferð.

Ræðumaður utan flokka, Kristinn H. Gunnarsson, 9. þm. Norðvest. talar síðastur í fyrstu umferð.