136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

mál á dagskrá, lengd þingfundar o.fl.

[10:05]
Horfa

Jón Magnússon (S):

Virðulegi forseti. Hér erum við í dymbilvikunni, það er skírdagur á morgun og mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti sem þing er haldið á miðvikudegi fyrir skírdag. (Gripið fram í.) Það kann að vera misskilningur, hv. þm. Mörður Árnason veit þá betur en mér skilst alla vega að það muni vera fátítt. Ég spyr þess vegna þar sem margir hafa gert ráð fyrir að verja deginum með öðrum hætti, hvað er meiningin að fundur standi lengi í dag? Það skiptir gríðarlega miklu máli að við fáum upplýsingar um það hvað fundur á að standa lengi fram eftir deginum í dag. Það er ekkert vandamál að vera hér ef þess er óskað en ég spyr forseta vegna þess að hann ræður því með hvaða hætti og hvernig hann hagar störfum þingsins. (Gripið fram í.) Að sjálfsögðu er það ekki þannig, hv. þm. Siv Friðleifsdóttir, að við ráðum því með hvaða hætti þinghald er. Það er í höndum forseta þingsins og þess vegna spyr ég forseta þingsins: Hvað á þingið að standa lengi áfram í dag?