136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

mál á dagskrá, lengd þingfundar o.fl.

[10:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Mér þykir það mjög miður að menn ætli ekki að láta ráðherrana svara fyrir það sem þeir eru að gera. (Gripið fram í: … bara ekki að gera neitt.) Það er einmitt vandamálið. Hæstv. ráðherrar virðast ekki gera neitt. Nú er gengi krónunnar t.d. í frjálsu falli og ég vildi gjarnan spyrja hæstv. viðskiptaráðherra eða hæstv. fjármálaráðherra hverju það sætir og hvort þeir viti eitthvað meira en við um það hvað er að gerast á gjaldeyrismarkaði. Þetta skiptir þjóðina verulega miklu máli. (Gripið fram í.) Herra forseti, ég fæ ekki að tala fyrir gjammi. Þetta skiptir verulega miklu máli fyrir þá sem skulda í erlendri mynt og mér finnst að ráðherrarnir skuldi þinginu upplýsingar.

Menn hafa líka mikið talað um ráðherraræði og að ráðherrarnir stjórni öllu og þingið sé ekki nógu sterkt. Mér finnst að forseti sé einmitt að gangast inn á það með því að láta ráðherrana ekki svara fyrir eins og venja er til.