136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[12:36]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að ég kveð mér hljóðs undir þessum dagskrárlið, um fundarstjórn forseta, er einmitt framganga hv. þm. Marðar Árnasonar rétt áðan þar sem hann réðst ósmekklega og ómaklega að hæstv. forseta. Þar sem hann er að koma því á framfæri að hæstv. forseti Kristinn H. Gunnarsson hafi ekki komið í ræðustól þegar honum bar.

Hv. þm. Mörður Árnason veit sem er að forseti getur ekki farið upp undir fundarstjórn forseta og svarað fyrir sig. Þess vegna er þetta virkilega ósmekklegt og þetta er ekki í fyrsta skiptið og ekki í eina skiptið sem hv. þm. Mörður Árnason kemur fram með þeim hætti. Framkoma hans í ræðustól Alþingis er því bæði ósmekkleg og ómakleg og nú væri betur að hann fengi aftur það námskeið sem fyrrverandi hv. þm. (Forseti hringir.) Gunnar Birgisson bauð honum um árið, að fara í námskeið og læra mannasiði.