136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.

461. mál
[14:26]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Hér erum við að ræða frumvarp sem er ágætt á margan hátt. Auðvitað mætti gera betur og taka betur á málum en ég ætla ekki að gera ágreining um það, ég ætla að lýsa því hér yfir að ég styð þetta mál og við í Frjálslynda flokknum gerum það. Við lítum á þetta sem hænufet í rétta átt og þess vegna lýsum við yfir stuðningi við málið og vonum að það verði sem fyrst að lögum. Ég átta mig á því að þessu frumvarpi fylgir engin tímamótaaðgerð en það er samt af því góða og við í Frjálslynda flokknum styðjum það.