136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

framhald þingfundar og borgarafundur.

[15:14]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S):

Herra forseti. Ég var rétt í þessu að fá fundarboð um að það yrði fundur í hv. viðskiptanefnd í matarhléi í kvöld. Get ég ekki treyst því að það verði þá slegið saman matarhléinu og hléinu vegna borgarafundarins? Ég vil gjarnan bæði getað mætt á fund viðskiptanefndar og fylgst með borgarafundinum. Það verði þá hlé frá klukkan 7. (Gripið fram í: … tíufréttir líka.) Ég hef minni áhyggjur af þeim fréttum sem hv. þingmaður talar um og af knattspyrnunni. Þau mál leysast alltaf einhvern veginn. (Gripið fram í: … í fréttum þessa dagana.)