136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:38]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill vekja athygli á að tveir eru á mælendaskrá í því máli sem tekið var af dagskrá. (JM: Mér var ekki kunnugt um það.) Forseti hefur sett stjórnarskipunarlögin á dagskrá til þess að reyna að ljúka 2. umr. í því máli og ef mælendaskráin tæmist með þeim ræðutíma sem þar er má búast við að því ljúki innan tveggja tíma. Verið er að freista þess að ljúka því máli og reyna að koma því áfram í þinginu.