136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:42]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér fannst hv. þm. Jón Magnússon taka þetta dálítið persónulega, (Gripið fram í.) það væri eiginlega alveg sama á hvaða máli væri endað, hann væri alltaf næstur á mælendaskránni. Ég held að hv. þingmaður megi ekki túlka þetta þannig að eitthvert sérstakt einelti sé í hans garð.

Virðulegi forseti. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa hvatt eindregið til þess að önnur mál en stjórnarskrármálið komist á dagskrá en önnur mál hafa verið á dagskránni í dag. Þrátt fyrir að mikill samhugur og einhugur sé í málum er kallað eftir mikilli umræðu og mér sýnist a.m.k. eins og mælendaskrá er núna háttað að flestir hafi áhuga á að tala um stjórnarskrármálið. Ég held að mikilvægt sé, virðulegi forseti, að horfa til þess og virða þá þær óskir sem augljóslega koma fram í því hve margir vilja tjá sig eins og kom fram hjá hv. þm. Pétri Blöndal. Ég tek því eindregið undir það sem hæstv. forseti hefur tilkynnt, að stjórnarskrármálið verði tekið á dagskrá (Forseti hringir.) og eins og hæstv. forseti sagði mætti ljúka umræðunni um tvöleytið (Forseti hringir.) ef allir nýta umræðutíma sinn í það.