136. löggjafarþing — 131. fundur,  14. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[23:57]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í tilefni orða hv. þm. Daggar Pálsdóttur, um það hvenær þessari umræðu gæti lokið í nótt, þá fer það náttúrlega eftir því hvað þeir ræðumenn og þeir þingmenn sem hafa óskað eftir að taka til máls vilja ræða málið ítarlega. (Gripið fram í.) Þetta er eitt af brýnustu málum af hálfu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst eðlilegt að þingið komi til móts við flokkinn með því að gefa þingmönnum tækifæri á að tjá sig um málið. (Gripið fram í.) Þeir ráða þá hvað þeir þurfa langan tíma til þess.