136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:36]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er fullkomlega eðlilegt að sú krafa sé sett fram að þessari umræðu verði frestað til að formaður sérnefndarinnar sem fjallar um stjórnarskrármálið fái tækifæri til að kalla saman nefndina í ljósi þeirra breytinga sem eru auðsjáanlega orðnar á afstöðu til frumvarpsins hvað varðar 4. gr. Vegna þess að ég sé ekki hvernig á að afgreiða málið að lokinni 2. umr. Á að samþykkja 4. gr.? Á að samþykkja breytingartillögurnar sem liggja fyrir frá meiri hluta sérnefndarinnar eða hvernig á að fara með málið að lokinni 2. umr.? Engin breytingartillaga við 4. gr. er komin fram og málið er því ekki þingtækt til afgreiðslu við þessar (Forseti hringir.) aðstæður. Þess vegna er fullkomlega eðlilegt að nefndin komi saman til að fjalla um málið.