136. löggjafarþing — 131. fundur,  15. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:41]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vakti athygli á því að í rauninni er ekki hægt að ræða málið áfram eins og það liggur fyrir núna. Ég verð að skjóta skildi fyrir þá ágætu þingmenn Framsóknarflokksins sem eru flutningsmenn þessa frumvarps og miklir áhugamenn. Mér finnst að þeir hafi gengið mjög skynsamlega fram síðustu klukkustundirnar í þeim tilgangi að reyna að ná sátt í þinginu um framgang mála. Mér finnst ástæða til að hafa orð á því. En það liggur hins vegar algerlega ljóst fyrir að ekki er hægt að ganga miklu lengra í umræðu um frumvarpið nema breytingartillögur liggi fyrir um þá hluti sem mér sýnist hafa orðið sátt um milli stjórnarliðsins og Framsóknarflokksins. Ég óska eindregið eftir því (Forseti hringir.) við hæstv. forseta að umræðunni verði frestað til að sérnefndin geti komið saman.