136. löggjafarþing — 132. fundur,  16. apr. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

356. mál
[00:15]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstvirtur forseti. Við erum að fjalla um 10. mál á dagskrá. Á dagskránni eru 19 mál og ég efast ekki um að hæstv. forseti er búinn að gera einhverjar áætlun um það hvernig eigi að takast að ljúka þessari dagskrá í kvöld þar sem forseti telur sig hafa heimild fyrir því að ljúka dagskránni.

Það væri áhugavert að vita hvort forseti hefur einhverja áætlun um þetta og kannski áhugavert fyrir hæstv. forseta sem nú situr á forsetastóli að rifja upp orð þáverandi hv. þm. Ögmundar Jónassonar en núverandi hæstv. heilbrigðisráðherra, sem taldi að svona samþykkt væri algjörlega meiningarlaus orð og gæti ekki verið nokkur skapaður hlutur á bak við það. Það væri áhugavert að heyra skoðanir hæstv. forseta á þeim orðum (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra Ögmundar Jónassonar.